Hátíðarlaufabrauð -Fullmótað laufabrauð

Hátíðarlaufabrauð hefur fjölbreytta og listræna laufaskurði, og þeim er flett!

Uppskriftin kemur frá Ömmu minni, Arnþrúði Gunnlaugsdóttur, frá Eiði á Langanesi. Kökurnar eru eins og þær gerðust bestar í norðlenskum sið: þunnar, listilega myndskreyttar og einstaklega bragðgóðar. Hátíðarlaufabrauð er boðið fram í fallegri umhverfisvænni öskju. Við notum lífrænt heilhveiti í kökurnar.

Kökurnar heita: Jólastjarna, Frostrós, Hjartarós, Heillastjörnur og Vonarstjarna.