Hátíðarlaufabrauð -Fullmótað laufabrauð

Hátíðarlaufabrauð hefur fjölbreytta og listræna laufaskurði, og þeim er flett!

Uppskriftin kemur frá Ömmu minni, Arnþrúði Gunnlaugsdóttur, frá Eiði á Langanesi. Kökurnar eru eins og þær gerðust bestar í norðlenskum sið: þunnar, listilega myndskreyttar og einstaklega bragðgóðar. Hátíðarlaufabrauð er boðið fram í fallegri umhverfisvænni öskju. Við notum lífrænt heilhveiti í kökurnar.

Kökurnar heita: Jólastjarna, Frostrós, Hjartarós, Heillastjörnur og Vonarstjarna.

Laufabrauðsbitar

Við lágmörkum matarsóun í laufabrauðsframleiðslunni með því að nýta afskorningana til þess að búa til hið fullkomna jólasnakk -laufabrauðsbita!

Eldbakaðar Flatkökur

Eldbakaðar flatkökur frá Gamla Bakstri innihalda 90% rúgmjöl og eru bakaðar í eldi. Það gefur þeim einstakt, ljúft og kraftmikið eldbakað rúgbragð.

Heilkorna rúgmjölið er mjög trefja-og næringarrík fæða og því góð fyrir meltinguna. Í því varðveitast allir hlutar kornsins, hýði, kím og kjarni ásamt steinefnum og vítamínum.

Sveitakleinur

Sveitakleinur frá Gamla Bakstri eru eins og heimagerðar. Þær eru stökkar að utan og mjúkar að innan, ekki seigar, og haldast þannig. Bragðið er ljúffengt og ekta!

Sunnudags Flatkökur

Eldbökuðu Sunnudags Flatkökurnar eru sparí-flatkökur, og því aðeins í boði um helgar í verslunum. Þær eru matarmeiri, mýkri og sætari en venjulegar flatkökur. Góðar með sunnudagskaffinu!