Laufabrauðskeppni Gamla Baksturs

Samkeppni um: a) Flottasta, b) Frumlegasta Laufabrauðsútskurðinn

Býrð þú yfir leyndum listamannshæfileikum? Þá er komið að því að sýna þá í verki, þú gætir unnið gjafabréf uppá 50.000 kr með PLAY.

Þú færð Ósteikt & óskorið Hátíðarlaufabrauð í verslunum Hagkaups, í Fjarðarkaup og Melabúðinni.

Skilmálar fyrir þáttöku:

  1. Póstaðu mynd af laufabrauðsköku þinni, útskorinni og steiktri á Instagram eða Facebook vegginn þinn.
  2. Notaðu myllumerkið: #hátíðarlaufabrauð
  3. Fylgdu okkur á Instagram (ef þú ert á Instagram)
  4. Stilltu myndinni þannig upp að laufabrauðskakan sé við hliðin á umbúðum af Ósteiktu Hátíðarlaufabrauði

Keppni hefst laugardaginn 13. nóvember & lýkur á Þorláksmessu. Sigurvegarar verða tilkynntir á Aðfangadag 2021.

Hátíðarlaufabrauð -Fullmótað laufabrauð

Hátíðarlaufabrauð hefur fjölbreytta og listræna laufaskurði, og þeim er flett!

Uppskriftin kemur frá Ömmu minni, Arnþrúði Gunnlaugsdóttur, frá Eiði á Langanesi. Kökurnar eru eins og þær gerðust bestar í norðlenskum sið: þunnar, listilega myndskreyttar og einstaklega bragðgóðar. Hátíðarlaufabrauð er boðið fram í fallegri umhverfisvænni öskju. Við notum lífrænt heilhveiti í kökurnar.

Kökurnar heita: Jólastjarna, Frostrós, Hjartarós, Heillastjörnur og Vonarstjarna.

Laufabrauðsbitar

Við lágmörkum matarsóun í laufabrauðsframleiðslunni með því að nýta afskorningana til þess að búa til hið fullkomna jólasnakk -laufabrauðsbita!

Ósteikt & óskorið Hátíðarlaufabrauð

Frá því í byrjun 18. aldar hafa Íslendingar gert sér laufabrauð fyrir Jólahátíðina. Þingeyingar fyrst (skv. heimildum) en nú er þetta orðinn útbreidd venja um allt land.

Til þess að létta sér vinnuna kaupa margir sér útflattar laufabrauðskökur, en skera út og steikja sjálfir.

Nú getur þú keypt hágæða útflattar laufabrauðskökur frá Gamla Bakstri, með sama deigi & notað er í steikta Hátíðarlaufabrauðið sem fékk hjaranlegar viðtökur fyrir Jólin 2020.

Þú færð Ósteikt & óskorið Hátíðarlaufabrauð frá Gamla Bakstri í verslunum Hagkaups, í Fjarðarkaup & Melabúðinni.

Eldbakaðar Flatkökur

Eldbakaðar flatkökur frá Gamla Bakstri innihalda 90% rúgmjöl og eru bakaðar í eldi. Það gefur þeim einstakt, ljúft og kraftmikið eldbakað rúgbragð.

Heilkorna rúgmjölið er mjög trefja-og næringarrík fæða og því góð fyrir meltinguna. Í því varðveitast allir hlutar kornsins, hýði, kím og kjarni ásamt steinefnum og vítamínum.