Eldbakaðar flatkökur frá Gamla Bakstri innihalda 90% rúgmjöl og eru bakaðar í eldi. Það gefur þeim einstakt, ljúft og kraftmikið eldbakað rúgbragð.
Heilkorna rúgmjölið er mjög trefja-og næringarrík fæða og því góð fyrir meltinguna. Í því varðveitast allir hlutar kornsins, hýði, kím og kjarni ásamt steinefnum og vítamínum.